Vitundarkynningar

Herðum mannlega eldvegginn

Um kynningarnar

Hefðbundnar kynningar eru 20-40 mínútur (allt eftir ósk viðskiptavina) að viðbættum umræðum í lokin. Kynningar eru með grunn aðlögun að starfsemi, upplýsingakerfum og ferlum þar sem það á við.​

Dæmi um tegundir af vitundarkynningum:

  • Það sem Syndis sér (við segjum frá reynslu okkar)
  • Engum ætti að standa á sama um upplýsingaöryggi. Tekin eru nærtæk dæmi um afleiðingar upplýsingaleka, gagnagíslatöku o.fl. á fyrirtæki, starfsfólk þess og viðskiptavini.​
  • Hættur sem steðja að starfsfólki í framlínu (markhópur starfsfólk þjónustu-/símavera)
  • Farið er yfir áskoranir sem starfsfólk stendur frammi fyrir í samskiptum við fólk yfir síma/tölvupóst/netspjall/spjallforrit. Hver er viðmælandinn, hvernig getum við verið viss um það? Hvað má hann biðja um? Hvað eru þekktar aðferðir sem fólk beitir til þess að fá sínu framgengt og hvernig á að bregðast við þeim?​
  • Fjarvinna - helstu atriði sem þarf að huga að
  • Kynning um bestu venjur í vinnu utan veggja fyrirtækisins. Dæmi um atriði sem rætt er um eru heimavinna, farsímar, fartölvur, ferðalög, nettengingar og opinber rými.​
  • Ástandsgreining og framtíðarspá (fyrir stjórnendur og stjórnarfólk)
  • Farið er yfir það helsta sem er að gerast í netógnum í dag og reynt að skyggnast inn í framtíðina. Hver er staðan og hvernig er þróunin? Geta stjórnendur eitthvað gert til þess að bregðast við því?​
  • PubQuiz: Persónuvernd eða upplýsingaöryggi
  • Í þessari kynningu er farið yfir ákveðin atriði t.d. persónuvernd. Í miðri kynningu er farið í PubQuiz þar sem reynt er á athygli þátttakenda og ályktunarhæfni. Í lokin er farið betur yfir svörin við spurningunum með tilheyrandi umræðu. Þetta námskeið er til í nokkrum útgáfum allt eftir samsetningu starfsfólks (t.d. tæknilegrar þekkingar)​
  • Styttri innslög
  • Vitundaraðir þar sem styttri kynningar byggðar á efni úr kynningunum að ofan eru dreifðar yfir nokkrar vikur eða mánuði. Kynningarnar eru 10-15 mín í senn.