Netárásaræfing Origo og Syndis

Guðríður Steingrímsdóttir flytur hugvekju eftir æfinguna

Guðríður Steingrímsdóttir

Netárásaræfing Origo og Syndis 15.2.2024

Origo fékk Syndis til að skipuleggja netárásaræfingu fyrir stóran hóp af stjórnendum fyrirtækja.

Markmið

Æfingunni var ætlað að auka vitund stjórnenda um þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í alvarlegri netárás, hversu flókin atburðarás fer í gang og hversu mikilvægt er að undirbúa fyrirfram það sem hægt er. 

Áskorun

Þótt Syndis hafi mikla reynslu af atvikastjórn og skrifborðsæfingum í fyrirtækjum var þessi æfing töluvert frábrugðin og óvissuþættirnir margir. Helst má nefna að þátttakendur eru ekki í sínu fyrirtæki, þeir þekkjast ekki innbyrðis, þeir hafa því enga sameiginlega áætlun til að fara eftir og tímalengd æfingarinnar var helmingi styttri en vanalega. Hvernig fáum við þátttakendur til að lifa sig inn í atburðarásina hjá skálduðu fyrirtæki og taka þátt í að leysa verkefnin?

Útfærsla

Við skrifuðum handrit sem byggt er á raunverulegum aðstæðum úr reynslubanka Syndis. Við fengum leikara til að stýra æfingunni og halda uppi samblandi af alvöru, spennu og gríni. Máni Arnarson og Guðmundur Einar (Geinar) gerðu það óaðfinnanlega.

Hvert borð í salnum var svokallað “war room” fyrir neyðarstjórn fyrirtækisins sem lenti hafði í netárásinni. Neyðarstjórnin var skipuð þátttakendum en starfsfólk Syndis var á hverju borði og stýrði umræðum og svaraði spurningum. Alls tóku 15 sérfræðingar Syndis þátt í viðburðinum.

Að æfingu lokinni flutti Guðríður Steingrímsdóttir ráðgjafi og öryggisstjóri Syndis frábæra hugvekju um áskoranirnar sem þátttakendur höfðu glímt við og birti tölfræði úr æfingunni. 

Útkoma

Af viðbrögðum þátttakenda að dæma tókst æfingaviðburðurinn fullkomlega. Þátttakendur fengu nasasjón af því sem stjórnendur fyrirtækja upplifa í netárásum og lærðu margt sem nýtist vonandi aldrei.

Æfingin var í senn skemmtileg, fræðandi og vakti fólk til umhugsunar.

Við þökkum Origo fyrir áskorunina og frábært samstarf við skipulagninguna á viðburðinum.