Defcon CTF
Íslenskir hakkarar með þeim bestu í heimi
Defcon CTF (Capture The Flag) keppnin, sem er sú virtasta meðal netöryggissérfræðinga, lauk þann 14. ágúst í Las Vegas síðastliðinn. Þar kepptu sex Íslendingar, þar af fjórir starfsmenn Syndis, í samfloti með NorseCode sem er breiðfylking bestu liða Norðurlandanna. Það er gríðarlega krefjandi að komast í lokakeppnina sem átti sér stað samhliða Defcon netöryggisráðstefnunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar hafa komist inn í lokakeppnina en NorseCode liðið endaði í 6 sæti af yfir 1800 liðum sem tóku þátt í keppninni í ár.
Árás er besta vörnin
Keppnin var sett upp í svokallaðri “Attack/Defense” stíl þar sem keppendur munu berjast við önnur lið með því að reyna að ráðast á netinnviði annara liða auk þess að reyna eftir fremstu getu að verjast árásum. Með þessu er hægt að vinna sér inn stig bæði með því að ná að brjótast inn og leysa flókin árásar verkefni en einnig með því að laga í göt eða þá veikleika sem eru til staðar.
Reynsluboltar frá Syndis
Keppendurnir frá Íslandi sem tóku þátt undir nafninu “pwnagaukar” eru miklir reynsluboltar í CTF keppnum þrátt fyrir ungan aldur. Allir hafa þeir starfað hjá Syndis og af þeim sex sem taka þátt í Defcon CTF eru fjórir núverandi starfsmenn. Allir eru þeir meðlimir í landsliði Íslands í netöryggi sem tekur þátt í ECSC (European Cyber Security Contest) auk þess að þeir voru í öðru sæti í keppni á milli Norðurlandanna árið 2022. Elvar Árni Bjarnason, sérfræðingur hjá Syndis í hugbúnaðarúttektum, er fremstur meðal jafningja og hefur meðal annars unnið Gagnaglímuna og netöryggiskeppni Íslands seinustu ár.
Gríðarleg vöntun og eftirspurn eftir hæfileikaríkum netöryggissérfræðingum
Defcon CTF keppnin er sú elsta og virtasta í netöryggisbransunum. Hún er sett upp til að líkja eftir þeim alvarlegu ógnum sem steðjar að tölvu- og netkerfum, sem og öllum þeim stafrænum innviðum sem nútíma samfélög hafa byggt upp. Með þessari þátttöku er ljóst að Ísland og íslenskir sérfræðingar eru í auknum mæli að komast á heimsmælikvarða í netöryggi og framtíðin er björt.
Gríðarlegar ógnir sem fylgja stafvæðingu samfélaga
Capture The Flag eða CTF keppnir í netöryggi eru keppnir þar sem lið keppast við að vera fyrst til að hala inn fánum í verkefnum sem líkja eftir þeim ótal ógnum og veikleikum sem má finna í net- og hugbúnaðarkerfum. Þessir veikleikar sem eru ört vaxandi ógn eru í sífellu að aukast samhliða stafvæðingu samfélaga. Með keppnunum má finna þá einstaklinga sem hafa mestu hæfileikana á þessu sviði og með því tryggja samkeppnishæfni samfélaga í breyttum stafrænum heimi.
Collaborate with us
We are happy to meet you and talk your security situation through